fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
433Sport

Elskaði Liverpool í æsku en segir það skipta engu máli í dag – ,,Hefur nákvæmlega engin áhrif“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. apríl 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou var mikill stuðningsmaður Liverpool á sínum æskuárum en hann er í dag stjóri Tottenham á Englandi.

Ange segir það skipta nákvæmlega engu máli í dag en hans menn spila við Liverpool á Anfield á morgun í mikilvægum leik.

Leikurinn er mikilvægur vegna þess að Liverpool getur tryggt sér titilinn með því að ná stigi á heimavelli gegn Ange og hans mönnum.

Sá ástralski viðurkennir að hafa stutt Liverpool í einhver ár er hann var yngri en bendir á að það séu um 50 ár síðan og að það skipti engu máli í dag.

,,Ég er sextugur fullorðinn maður og ég er ekki að hugsa um það sem ég elskaði í æsku. Það hefur nákvæmlega engin áhrif,“ sagði Postecoglou.

,,Auðvitað dáist ég að félaginu og já þetta er félagið sem ég elskaði þegar ég var yngri en það eru 50 ár síðan – við erum á öðrum tíma í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Englands efstur á blaði

Fyrrum landsliðsþjálfari Englands efstur á blaði
433Sport
Í gær

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“

Skorar á fyrrum óvin sinn að mæta sér í hringnum: Fyrsti bardaginn er eftir mánuð – ,,Hann má bíta mig“
433Sport
Í gær

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“

Furða sig á ummælum Guðmundar í viðtölum í gær – „Þetta var athyglisvert“
433Sport
Í gær

Hinn virti blaðamaður tjáir sig um kjaftasögurnar í kringum Trent

Hinn virti blaðamaður tjáir sig um kjaftasögurnar í kringum Trent
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt viðtal við bræðurna í Mosfellsbæ í gær – „Ég elska hann“

Sjáðu hjartnæmt viðtal við bræðurna í Mosfellsbæ í gær – „Ég elska hann“
433Sport
Í gær

Þórir syrgir félaga – Starfsmaður til rúmlega tveggja áratuga

Þórir syrgir félaga – Starfsmaður til rúmlega tveggja áratuga