Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki viss um að það sé draumur Mikel Arteta að taka við Real Madrid sem væri í raun mjög skiljanlegt.
Arteta gæti komið til greina hjá Real sem er í leit að nýjum stjóra en allar líkur eru á að Carlo Ancelotti kveðji félagið í sumar.
Arteta hefur gert flotta hluti með Arsenal undanfarin ár en hann er uppalinn hjá Barcelona, erkifjendum Real.
Hvort Arteta hafi áhuga á að yfirgefa Arsenal jafnvel fyrir Barcelona er ekki víst en hann hefur þó starfað á Emirates undanfarin sex ár.
,,Ég held að það hafi verið forseti Bayer Leverkusen sem sagði það að hann væri ánægður með sigur Arsenal en hefði frekar viljað sjá Real Madrid vinna svo þeir gætu haldið Xabi Alonso,“ sagði Saha.
,,Það er samkeppni ef þjálfarastarfið hjá Real Madrid er í boði og þeir eru væntanlega að horfa á nokkra kosti. Ég er þó viss um það að Arteta hafi meiri áhuga á Barcelona frekar en Real Madrid.“