Það bendir flest til þess að Ruud van Nistelrooy verði ekki áfram stjóri Leicester City sem er fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Van Nistelrooy var frábær leikmaður á sínum tíma og gerði fína hluti með PSV í Hollandi en gengið hjá Leicester var arfaslakt.
Samkvæmt fregnum er Lee Carsley á óskalista Leicester en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Englands þó það hafi verið tímabundið.
Carsley er sagður efstur á óskalista Leicester en hann er í dag þjálfari U21 landsliðs Englands og hefur sinnt því starfi í mörg ár.
Carsley tók við aðalliði enska landsliðsins í nokkra mánuði á síðasta ári áður en Thomas Tuchel var ráðinn til starfa.