Chelsea er að undirbúa sig fyrir ‘klikkaðan’ sumarglugga en þetta kemur fram í frétt Sun á Englandi.
Chelsea er talið ætla að breyta leikmannahópnum verulega og mun fá til sín fjölmarga leikmenn ásamt því að selja aðra.
Mads Hermansen er leikmaður sem liðið vill til dæmis fá frá Leicester en hann er markvörður og þekkir Enzo Maresca, stjóra liðsins.
Chelsea gæti selt yfir tíu leikmenn í sumar þó engin nöfn séu nefnd og mun nýta þann pening í að styrkja sig verulega.
Hermansen er sá eini sem er nefndur á nafn en hann er líklega fáanlegur fyrir 35 milljónir punda eftir fall Leicester á dögunum.