Mikel Arteta væri flottur arftaki Pep Guardiola hjá Manchester City að sögn fyrrum leikmanns félagsins, Sergio Aguero.
Aguero er goðsögn hjá City og raðaði inn mörkum á sínum tíma en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna.
,,Pep er búinn að framlenga samninginn og Arteta hefur gert frábæra hluti með Arsenal, þetta er tilgangslaust umræðuefni í dag en ef þú horfir aðeins inn í framtíðina þá tel ég að Arteta yrði góður stjóri fyrir City – hann er með gæðin sem þarf,“ sagði Aguero.
Aguero þekkir báða aðila mjög vel en Arteta var áður aðstoðarmaður Pep hjá einmitt City áður en hann hélt til Arsenal.
Arteta hefur gert flotta hluti á Emirates undanfarin sex ár en hefur þó enn ekki tekist að vinna deildina.