Marcus Rashford er ekki að útiloka það að snúa aftur til Manchester United í sumar en hann spilar með Aston Villa í dag.
Rashford gerði lánssamning við Villa í janúar og hefur staðið sig vel eftir erfitt gengi á Old Trafford á tímabilinu.
Sky Sports segir að Rashford sé að halda öllum möguleikum opnum og gæti jafnvel spilað fyrir uppeldisfélagið næsta vetur.
Villa má kaupa Rashford fyrir 40 milljónir punda í sumar en hvort þeir geri það er ekki vitað að svo stöddu.
Tekið er þó fram að Rashford vilji ekki færa sig til London sem útilokar bæði Arsenal og Chelsea.