Stórlið Al-Hilal í Sádi Arabíu reyndi eins og það gat að semja við vængmanninn Mohamed Salah sem er á mála hjá Liverpool.
Al-Hilal bauð 200 milljónir punda í Salah síðasta sumar en Liverpool hafnaði og vonaðist liðið svo eftir því að hann myndi koma á frjálsri sölu í sumar.
Það mun ekki gerast þar sem Salah hefur skrifað undir nýjan samning og þarf Al-Hilal nú að leita annað.
Blaðamaðurinn virti Ben Jacobs greinir frá því að Al-Hilal sé strax búið að gleyma Salah og horfi nú aðeins á Victor Osimhen hjá Napoli.
Osimhen er samningsbundinn Napoli en á láni hjá Galatasaray en hann ku vera opinn fyrir því að elta peningana til Sádi.
Osimhen er aðeins 26 ára gamall og gæti vel kostað yfir 100 milljónir punda í sumar.