Chelsea er ekki búið að gefast upp á því að fá tvö öfluga leikmenn Manchester United í sumar.
Þetta kemur fram í frétt Daily Mail en Chelsea hefur horft til bæði Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho.
Chelsea spurðist fyrir um leikmennina í janúar en án árangurs og mun reyna aftur í sumar að sögn Mail.
United mun vilja styrkja hópinn í sumar og þarf því mögulega að selja suma af sínum mikilvægustu leikmönnum.
Chelsea gæti þurft að borga risaupphæð fyrir báða leikmennina eða allt að 130 milljónir punda.