Thomas Muller er víst búinn að hafna öðru félagi eftir að hafa gefið það út að hann sé að kveðja Bayern Munchen.
Muller hefur allan sinn feril leikið með Bayern en er á förum í sumar og verður fáanlegur á frjálsri sölu.
Fiorentina á Ítalíu reyndi að fá Muller í sínar raðir á dögunum en hann hafnaði því boði og hafði lítinn áhuga.
Nú hefur Muller hafnað liði FC Cincinnati í Banaríkjunum og hvað hann vill gera er í raun alls ekki vitað.
Muller er 35 ára gamall og ætlar að halda áfram að spila en hvar verður að koma í ljós á næstu vikum.