Ange Postecoglou stjóri Tottenham verður rekinn eftir tímabilið sama hvað gerist undir restina.
Telegraph heldur því fram að stjórnendur Tottenham séu búnir að taka ákvörðun.
Postecoglou er með Tottenham í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og á greiðan veg í úrslitaleikinn.
Tottenham mætir Bodo/Glimt frá Noregi í undanúrslitum en það ætti að vera leikur einn fyrir liðið að fara áfram.
Vinni liðið Evrópudeildina mun það ekki bjarga starfinu hjá Postecoglou sem er á sínu öðru ári með Tottenham.