Enskir fjölmiðlar eru harðir á því að Ange Postecoglou verði rekinn úr starfi hjá Tottenham í sumar þegar tímabilinu lýkur.
Engu virðist breyta hvort Postecoglou vinni Evrópudeildina eða ekki.
Enskir miðlar segja í dag að þrír aðilar séu á blaði Tottenham um að taka við þjálfun liðsins.
Fyrstur er nefndur Andoni Iraola sem hefur frábæra hluti með Bournemouth og gæti hentað Tottenham vel.
Marco Silva hefur sannað ágæti sitt í mörg ár og stjóri Fulham er einnig sagður koma til greina.
Þá er Scott Parker sem var að koma Burnley upp um deild sagður á blaði en hann er fyrrum leikmaður Tottenham.