Marcus Rashford hefur átt ágætu gengi að fagna hjá Aston Villa eftir að hann fór þangað á láni í janúar.
Rashford var í brekku hjá Manchester United og vildi Ruben Amorim stjóri liðsins losna við hann.
Ekki er búist við að United vilji fá Rashford til baka og segir Sport á Spáni að hann vilji ólmur komast til Barcelona.
Sport segir hins vegar að það sé ekki í neinum forgangi hjá Barcelona að sækja Rashford í sumar.
Rashford hefur lengi viljað fara til Barcelona en þrátt fyrir einhvern áhuga hefur spænska liðið ekki reynt að kaupa hann.
Rashford er 27 ára gamall en Aston Villa hefur forkaupsrétt á honum í sumar fyrir 40 milljónir punda.