Samvkæmt fréttum hefur njósnari Manchester United verið reglulegur gestur á leikjum Porto til að taka út Diogo Costa.
Costa er markvörður sem er 25 ára gamall og á fast sæti í landsliði Portúgals.
Ruben Amorim er sagður vilja losna við Andre Onana sem hefur ekki fundið taktinn á Old Trafford.
Hægt er að kaupa Costa fyrir 64 milljónir punda í sumar en slík klásúla er í samngini hans.
Correio da Manha í Portúgal segir að njósnari United hafi sést reglulega undanfarið til að taka Costa út.