Það er óhætt að segja að brasilíski knattspyrnumaðurinn David Luiz sé breyttur í dag, frá því sem fólk fékk að sjá fyrir aðeins örfáum árum.
Miðvörðurinn, sem er 37 ára gamall, lék með Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, sem og Paris Saint-Germain í Frakklandi, en sneri hann aftur til heimalandsins og spilar með Fortaleza í dag.
Luiz var hvað þekktastur fyrir að vera ansi hárprúður, en það er ekki hægt að segja að hann sé það í dag. Mynd af honum er nú í dreifingu þar sem hann er gjörbreyttur.
Netverjum var brugðið er myndir af honum fóru í dreifingu. „Hann er að eldast,“ skrifaði einn og annar skrifaði: „Er þessi mynd raunveruleg?“
Hér að neðan má sjá breytingarnar.
David Luiz must book a trip to Türkiye as soon as possible. pic.twitter.com/cRTMnFwZlA
— Troll Football (@TrollFootball) April 22, 2025