Ederson markvörður Manchester City er sagður færast nær því að fara frá félaginu í sumar en hann hefur skipt um umboðsmann.
Julio Cesar fyrrum markvörður frá Brasilíu er byrjaður að sjá um málin hans.
Ederson stendur til boða að fara til Sádí Arabíu þar sem hann getur heldur betur hresst upp á bankabókina.
Ederson hefur verið einn besti markvörður fótboltans síðustu ár en Pep Guardiola stjóri City er sagður klár í breytingar.
Markvörðurinn frá Brasilíu er spenntur fyrir því að fara til Sádí Arabíu ef marka má fréttirnar.
🚨🇸🇦🇧🇷 Ederson pode deixar o Manchester City na próxima janela.
Com novo agente, o ex-goleiro Júlio César, o brasileiro está explorando o mercado e a Arábia Saudita surge como destino favorito. As conversas já foram iniciadas.
🗞️ @Plettigoal 🌖 pic.twitter.com/SMOkXjALzc
— Central do Arabão (@centraldoarabao) April 23, 2025