Enskir fjölmiðlar eru ekki sammála um það hvaða framherja Manchester United ætlar að leggja áherslu á að fá í sumar.
Mirror segir að Victor Osimhen framherji Napoli sé efstur á blaði og að félagið muni reyna að klófesta hann.
Framherjinn frá Nígeríu er á láni hjá Galatasaray og hefur raðað inn mörkum þar.
Daily Mail segir að United leggi alla áherslu á það að fá Liam Delap framherja Ipswich í sínar raðir í sumar.
Delap fæst fyrir 30 milljónir punda nú þegar Ipswich er að falla úr deild þeirra bestu.
Delap er 22 ára enskur framherji sem hefur gert ágætlega hjá Ipswich en áður var hann hjá Manchester City.