Hundurinn Win er þekktur á meðal knattspyrnuáhugafólks en hann býr á æfingasvæði Arsenal og á að gleðja leikmenn liðsins.
Nafnið á hundinum vakti athygli en Mikel Arteta stjóri liðsins ku hafa gefið honum nafnið.
Nafnið á að vera hvetjandi fyrir leikmenn til að sækja sigur í næsta leik.
Win virðist vera góður vinur Arteta því í beinni útsendingu á Sky Sports í gær birtust þeir á göngu saman.
Arteta var þá með Win í taumi og virtist hafa verið að koma úr göngutúr með kappann.
Þetta hefur vakið kátínu netverja og má sjá hér að neðan.
Mikel Arteta taking Win, Arsenal’s chocolate Labrador, for a walk during Sky Sports reporter Gary Cotterill’s report from Sobha Realty Training Centre this evening. 🤣🐶
🎥 @SkySportsPL pic.twitter.com/UtAEHc3Dn5
— afcstuff (@afcstuff) April 22, 2025