Marcus Rashford vill enn ganga í raðir Barcelona þrátt fyrir að hafa farið vel af stað með Aston Villa.
Spænska blaðið Sport segir frá þessu. Enski sóknarmaðurinn er á láni hjá Villa frá Manchester United og getur félagið keypt hann á 40 milljónir punda í sumar.
Það er ekki útlit fyrir að hinn 27 ára gamli Rashford snúi aftur á Old Trafford svo nokkuð ljóst er að hann mun fara endanlega til Villa eða annað.
Rashford hefur áður verið orðaður við Barcelona og vill hann ólmur spila fyrir félagið.
Launapakki hans gæti þó orðið til vandræða fyrir fjársvelta Börsunga, en kappinn þénar ansi vel á Englandi og þyrfti að taka á sig launalækkun.