Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa mikið verið að hamra á því að Victor Osimhen sé á blaði hjá Manchester United.
Rætt hefur verið í Tyrklandi að samkomulag sé nánast í höfn.
Osimhen er á láni hjá Galatasaray en hann er í eigu Napoli og óvíst er hvað gerist.
Enskir miðlar segja að Liam Delap hjá Ipswich sé ofarlega á blaði og lykilmenn á bak við tjöldin séu hrifnari af því að kaupa hann.
Hægt er að fá Delap í sumar á 30 milljónir punda frá Ipswich en hann hefur staðið sig vel í slöku liði í vetur.
🚨 JUST IN:
Liam Delap is favoured by some senior Manchester United board members, but the club are also looking into the possibility of signing Victor Osimhen. #MUFC [@SamC_reports] pic.twitter.com/hhMzs5RB41
— mufcmpb (@mufcMPB) April 22, 2025