Leroy Sane er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Bayern Munchen.
Þessi 29 ára gamli kantmaður hefur verið orðaður við Arsenal, en hann er að verða samningslaus í sumar. Það hefur þó verið í forgangi hjá honum að vera áfram hjá Bayern.
Nú er Sane nálægt því að krota undir nýjan þriggja ára samning og mun hann færa honum því sem nemur rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna í laun.
Sane gekk í raðir Bayern frá Manchester City 2019 og hefur síðan unnið allt galleríið í heimalandinu.