Í Þungavigtinni í gær kom fram að HB í Færeyjum væri á eftir íslenskum knattspyrnuþjálfara. Samkvæmt heimildum 433.is er um að ræða Arnar Grétarsson.
Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins í Færeyjum hefur liðið nú tapað þremur í röð, þar af einum í bikar. 4-0 tap gegn KÍ Klaksvík varð niðurstaðan í síðasta leik.
Adolfo Sormani þjálfari virðist því vera valtur í sessi og horfir félagið í kringum sig. Arnar er enn á lausu eftir að hann var látinn fara frá Val á miðju tímabili í fyrra og er hann á blaði hjá Færeyingunum.
Þessi afar reynslumiklu þjálfari hefur einnig þjálfað KA og Breiðablik hér á landi, sem og Rosalere í Belgíu. Þá var hann yfirmaður knattspyrnumála hjá Club Brugge og AEK Aþenu.
Arnar yrði ekki fyrsti íslenski þjálfarinn til að stýra HB, en það gerði Heimir Guðjónsson, nú þjálfari FH, frá 2017 til 2019.