Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþrótavikunni á 433.is.
Nýliðarnir í Bestu deildinni, sér í lagi Afturelding, hefur ekki heillað marga í upphafi móts. Liðið tapaði sannfærandi gegn Breiðabliki í fyrsta leik og gerði markalaust jafntefli við hina nýliðana, ÍBV, á heimavelli í öðrum leik sínum.
„Það var búið að blása þá það mikið upp, stemningin góð, að ég hélt að þeir yrðu betri,“ sagði Hrafnkell og Helgi tók í sama streng. „Þeir eru líka bara miklu hræddari en ég bjóst við.“
Hrafnkell telur að það vanti alvöru markaskorara í lið Mosfellinga.
„Þetta öskrar líka alveg á mann að það vanti senter. Við höfum séð það hjá liðum í fallbaráttu að það er mikilvægt, eins og með Andra Rúnar hjá Vestra í fyrra.“
Nánar í spilaranum.