Trent Alexander-Arnold neitar að svara því hvað hann ætlar að gera næsta sumar eftir að samningi hans hjá Liverpool lýkur.
Trent er með tvo möguleika og það er að skrifa undir hjá öðru stórliði í Evrópu eða framlengja samning sinn á Anfield.
Enski landsliðsmaðurinn var hetja Liverpool í gær er liðið vann 0-1 sigur á Leicester þar sem hann gerði eina markið.
Margir vilja vita hvað hann muni gera í sumar en Trent vill sjálfur lítið sem ekkert segja varðandi framhaldið.
,,Ég hef sagt það allt tímabilið að ég mun ekki tjá mig varðandi mína stöðu. Ég fer ekki út í nein smáatriði,“ sagði Trent.
,,Það er alltaf sérstakt að skora mark, að vinna leiki og að vinna titla – þetta eru sérstök augnablik fyrir mig og ég er glaður að geta hjálpað til.“