Chelsea verður líklega án lykilmanns í næstu verkefnum en þetta hefur Enzo Maresca, stjóri liðsins, staðfest.
Um er að ræða bakvörðinn Malo Gusto sem hefur verið flottur á tímabilinu og lék gegn Fulham í gær.
Gusto kom inná sem varamaður í hálfleik og var hálf tæpur eftir leik við Ipswich en hann fór af velli á 89. mínútu vegna meiðsla.
Chelsea vann leikinn 2-1 en Gusto er mögulega búinn að spila sinn síðasta leik í einhvern tíma sem er áfall fyrir liðið í Meistaradeildarbaráttu.
,,Því miður þá eru þetta ekki smávægileg meiðsl, það er útlit fyrir það að þetta séu vöðvameiðsli, því miður,“ sagði Maresca.