Þjálfari hjá Barcelona er mikið í umræðunni þessa stundina en hann var auðvitað mættur ásamt sínu liði gegn Celta Vigo um helgina.
Barcelona vann gríðarlega dramatískan sigur þar sem sigurmarkið var skorað á 98. mínútu úr vítaspyrnu í 4-3 sigri.
Þjálfarinn ákvað að þruma rándýrum iPad í grasið í viðureigninni og missti sig líkt og aðrir í þjálfarateyminu.
Hvort það sé í lagi með þennan ágæta iPad er óljóst en flestir telja að hann sé ansi skaddaður eftir þetta kast.
Myndband af þessu má sjá hér.
This Barcelona coach lost it in their game vs Celta Vigo and smashed an iPad on the floor 😳
„NOOOOOO EL IPAD“ 😭 pic.twitter.com/Eb6lNYv4VY
— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) April 20, 2025