Carlo Ancelotti mun yfirgefa Real Madrid í sumar og er félagið búið að ákveða hver tekur við keflinu.
Þetta kemur fram í grein Athletic en Real er úr leik í Meistaradeildinni en á enn möguleika á að vinna deildarkeppnina heima fyrir.
Samkvæmt Athletic verður Ancelotti rekinn í sumar og er Xabi Alonso næstur inn en hann er hjá Bayer Leverkusen í dag.
Alonso hefur gert flotta hluti með Leverkusen og vann titilinn síðasta vetur án þess að tapa leik – hann er einnig fyrrum leikmaður Real.
Í sömu frétt er tekið fram að Ancelotti sé á leið til Brasilíu og mun verða nýr þjálfari brasilíska landsliðsins fyrir HM 2026.