Joao Felix snýr aftur til Chelsea í sumar en þetta segir blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano.
Felix virðist eiga litla sem enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea en hann spilar í dag á lánssamningi hjá AC Milan.
Portúgalinn hefur ekki staðist væntingar eftir komu til ítalska félagsins sem virðist ekki vilja kaupa hann í sumar.
Samkvæmt Romano verða allavega tvær breytingar hjá Milan en Sergio Conceicao verður einnig látinn fara sem knattspyrnustjóri.
Felix á erfitt með að finna sér almennilegt heimili en hann stóðst ekki væntingar hjá Chelsea, Atletico Madrid eða þá Barcelona.