Manchester United er búið að losa sig við þann leikmann sem félagið þarf mest á að halda í dag að sögn fyrrum enska landsliðsmannsins Gary Lineker.
Sá maður heitir Scott McTominay og spilar með Napoli í dag en hann var seldur frá uppeldisfélagi sínu á síðasta ári.
Lineker telur að McTominay væri frábær hlekkur í liði Ruben Amorim í dag en það var vissulega ekki Portúgalinn sem ákvað að losa leikmanninn á sínum tíma.
,,McTominay var að skora tvö mörk í viðbót fyrir Napoli og eitt af þeim var frábært – það er magnað hversu vel fyrrum leikmenn United eru að standa sig,“ sagði Lineker.
,,McTominay er nákvæmlega sá leikmaður sem myndi henta kerfi Amorim og hann er sá leikmaður sem þeir þurfa.“
,,Ég veit að reglurnar neyddu félagið nánast í að selja þar sem hann er uppalinn strákur sem er í raun fáránleg og óskynsamleg regla að mínu mati.“