Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþrótavikunni á 433.is.
Það var til að mynda rætt um Marcel Römer, sem var að ganga í raðir KA á dögunum, en hann kemur frá Lyngby þar sem hann var fyrirliði.
„Það eru nokkrir eldri gæjar sem hafa komið hingað, ætlað að taka deildina með vinstri og drullað svo á sig,“ sagði Bjarni um hinn 33 ára gamla Römer í þættinum.
„Ég held að Römer sé samt ekki sú týpa. Ég held þetta sé öflugur karakter, sem lenti auðvitað í miklu áfalli þegar hann missti konuna sína,“ sagði Hrafnkell, en Römer varð fyrir þessu gríðarlega áfalli árið 2022.
„En mér finnst KA ekki þurfa á 33 ára miðjumanni að halda. Mér finnst þeir frekar þurfa tvítugan, snöggan kantmann,“ sagði Hrafnkell enn fremur.
Nánar í spilaranum.