Öllum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í dag hefur verið frestað vegna andláts Frans páfa en þetta kemur fram í morgun.
Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús um miðjan febrúar vegna berkjubólgu en sneri aftur til starfa eftir rúmlega mánuð.
Staða hans fór versnandi með tímanum og er nú búið að staðfest fráfallið – Frans var skipaður hlutverkinu árið 2013.
Ljóst er að Albert Guðmundsson og hans menn í Fiorentina munu ekki spila í dag en liðið átti að leika gegn Cagliari.
Þrír aðrir leikir í efstu deild á Ítalíu áttu að hefjast á svipuðum tíma en þeim hefur öllum verið frestað.