fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

De Bruyne aftur til Chelsea? – ,,Af hverju ekki?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 21. apríl 2025 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

William Gallas hefur kastað því fram að Kevin de Bruyne ætti að íhuga það að snúa aftur til Chelsea í sumar.

Þetta þykja vera ansi skrítin ummæli en De Bruyne er að kveðja Manchester City eftir tíu ár hjá félaginu.

De Bruyne kom fyrst til Englands árið 2012 og samdi þá við Chelsea en fékk fá tækifæri hjá félaginu og hélt til Þýskalands.

Undanfarin ár hefur Belginn verið einn allra öflugasti leikmaður deildarinnar og er 32 ára gamall í dag í leit að nýju verkefni.

,,Kannski ætti hann að snúa aftur til Chelsea? Af hverju ekki?“ sagði Gallas í samtali við Slingo.

,,Hann gæti viljað fara einhvert þar sem hann vinnur titla svo það veltur allt á því hvað Chelsea gerir í sumarglugganum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals