William Gallas hefur kastað því fram að Kevin de Bruyne ætti að íhuga það að snúa aftur til Chelsea í sumar.
Þetta þykja vera ansi skrítin ummæli en De Bruyne er að kveðja Manchester City eftir tíu ár hjá félaginu.
De Bruyne kom fyrst til Englands árið 2012 og samdi þá við Chelsea en fékk fá tækifæri hjá félaginu og hélt til Þýskalands.
Undanfarin ár hefur Belginn verið einn allra öflugasti leikmaður deildarinnar og er 32 ára gamall í dag í leit að nýju verkefni.
,,Kannski ætti hann að snúa aftur til Chelsea? Af hverju ekki?“ sagði Gallas í samtali við Slingo.
,,Hann gæti viljað fara einhvert þar sem hann vinnur titla svo það veltur allt á því hvað Chelsea gerir í sumarglugganum.“