Antony, leikmaður Manchester United, er mjög þakklátur Hollendingnum Erik ten Hag sem keypti hann til Englands á sínum tíma.
Antony var undir stjórn Ten Hag hjá Ajax og færði sig ásamt stjóra sínum til Englands þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Antony missti sæti sitt í byrjunarliði Ten Hag fyrr á þessu tímabili og var lánaður til Real Betis í janúar þar sem hann hefur staðið sig vel.
,,Ég er mjög þakklátur Erik ten Hag. Hann hjálpaði mér mikið í Hollandi og líka á Englandi,“ sagði Antony.
,,Tækifærin voru ekki eins og mörg og ég hefði viljað en það er hans ákvörðun, ég er alls ekki bitur vegna þess.“
,,Ég er andstæðan við það, ég er mjög þakklátur fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig og öll samtölin sem við áttum saman.“