Það eru þrír sóknarmenn á óskalista Chelsea fyrir næsta tímabil en frá þessu greinir blaðamaðurinn David Ornstein.
Ornstein er ansi virtur í fjölmiðlabransanum en hann vinnur fyrir miðilinn Athletic.
Samkvæmt hans heimildum vill Chelsea fá níu inn í sumar til að veita Nicolas Jackson samkeppni fram á við.
Leikmennirnir eru athyglisverðir en það eru þeir Hugo Ekitike, Liam Delap og Benjamin Sesko.
Sesko spilar með RB Leipzig í Þýskalandi og er orðaður við Arsenal og er Ekitite einnig í Þýskalandi og spilar með Frankfurt.
Delap þekkir betur til Englands og er á mála hjá Ipswich sem er að kveðja ensku úrvalsdeildina þennan veturinn.