Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að það sé ekki hægt að efast um tryggð bakvarðarins Trent Alexander-Arnold sem var hetja liðsins um helgina.
Trent er mikið í umræðunni þessa dagana en hann verður samningslaus í sumar og virðist vera að kveðja félagið.
Það er mikið fjallað um samningamál leikmannsins í enskum miðlum en Slot segir fólki að einbeita sér að því sem hann er að gera fyrir liðið í dag.
,,Það sem ætti að vera fyrirsögnin er að hann hafi skorað mark – ekki varðandi samninginn,“ sagði Slot eftir 0-1 sigur gegn Leicester.
,,Það sem ég hins vegar sagt er að það væri fáránlegt að efast um hans tryggð þegar kemur að félaginu.“
,,Hann lagði sig gríðarlega fram í þessum leik og skoraði mjög mikilvægt mark. Hann hefur alltaf verið til staðar fyrir félagið og það er ekki hægt að efast um hans tryggð.“