Federico Valverde skoraði stórkostlegt mark fyrir Real Madrid í kvöld er liðið vann Athletic Bilbao 1-0 heima.
Valverde spilaði allan leikinn fyrir heimamenn en hann skoraði markið þegar 93 mínútur voru komnar á klukkuna.
Valverde skoraði markið með stórkostlegu skoti sem tryggði Real gríðarlega mikilvæg þrjú stig í toppbaráttunni.
Real er í baráttu við Barcelona um titilinn og er fjórum stigum á eftir vegna sigursins i gær.
Markið má sjá hér.
FEDE VALVERDE WHAT A GOAL! 🤯 pic.twitter.com/yv4nylrlac
— TC (@totalcristiano) April 20, 2025