Frenkie de Jong neitar að staðfesta það að hann muni skrifa undir nýjan samning hjá spænska stórliðinu Barcelona.
De Jong er talinn vera að fá samningstilboð frá þeim spænsku en hann er bundinn til ársins 2026.
Hollendingurinn hefur margoft verið orðaður við England og þá aðallega Manchester United en hann spilar stórt hlutverk hjá Barcelona í dag.
Miðjumaðurinn bendir á að hann sé ánægður hjá Börsungum en vill ekki staðfesta það að hann skrifi undir framlengingu fyrir sumarið.
,,Ég hef alltaf sagt það sama, ég er mjög ánægður með lífið hjá Barcelona,“ sagði De Jong um framtíðina.
,,Við erum að klára tímabilið svo við erum bara að einbeita okkur að því. Við fáum tíma til að ræða allt hitt.“