Eins og flestir vita þá verður Kevin de Bruyne ekki með Manchester City næsta vetur en hann er á förum frá félaginu.
De Bruyne hefur spilað með City í um tíu ár en hann hefur ákveðið að leita annað eftir tímabilið.
Belginn er kominn vel yfir þrítugt og mun væntanlega enda ferilinn í annað hvort Bandaríkjunum eða Sádi Arabíu.
Samkvæmt Daily Mail er City að horfa til Nottingham Forest í leit að eftirmanni De Bruyne og heitir sá maður Morgan Gibbs-White.
Það væri mjög óvænt ef Gibbs-White myndi semja við City í sumar en núverandi meistarar eru einnig orðaðir við Florian Wirtz hjá Leverkusen.
Gibbs-White á góðvin hjá City en hann og Phil Foden hafa þekkst í mörg ár og eru reglulega í sambandi.