Viktor Gyokores vill enn ekki gefa upp hvað hann gerir í sumar en hann er mikið orðaður við ensk félög.
Chelsea, Manchester United og Arsenal eru öll sögð elta Gyokores sem spilar með Sporting Lisbon í Portúgal.
Hann hefur skorað 47 mörk í 46 leikjum á þessu tímabili í Portúgal og þekkir Ruben Amorim sem þjálfar United í dag.
Svíinn vill ekkert tjá sig um hvað gerist í sumar en talið er að hann sé í viðræðum við þónokkur félög.
,,Það er enginn sem getur spáð fyrir því hvað mun gerast í sumar, við erum að njóta augnabliksins,“ sagði Gyokores.