Paulo Fonseca, stjóri Lyon, hefur gagnrýnt sína leikmenn sem misstu sig aðeins gegn Manchester United í miðri viku.
Fonseca og hans menn voru 4-2 yfir gegn United í framlengingu í Evrópudeildinni en endaði á að tapa þeim leik 5-4.
Fonseca segir að leikmennirnir hafi misst hausinn þegar um tíu mínútur voru eftir og héldu að verkefnið væri klárað.
,,Tilfinningarnar voru mjög blendnar eftir leik, ég er enn í erfiðleikum með að skilja hvað átti sér stað,“ sagði Fonseca.
,,Við fögnuðum fjórða markinu gríðarlega þegar það var enn mikill tími eftir. Við hefðum átt að hugsa um framhaldið.“
,,Það vantaði upp á reynslu leikmanna á þeim tímapunkti, auðvitað er ég leiður því við áttum meira skilið.“
,,Við fögnuðum fjórða markinu alltof mikið manni færri – leikurinn var ekki búinn.“