Eins og einhverjir vita þá er Kylian Mbappe eigandi knattspyrnufélags í dag en það er liðið Caen sem spilar í Frakklandi.
Mbappe er einn af eigendum Caen en liðið spilaði í næst efstu deild Frakklands er Mbappe fjárfesti í félaginu.
Fjárfesting Mbappe er ekki að skila sínu en liðið er nú fallið í þriðju efstu deild í fyrsta sinn í 40 ár.
Caen hefur spilað afskaplega illa á þessu tímabili en ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk í deildinni í vetur.
Liðið hefur aðeins unnið fimm leiki á tímabilinu og eftir 3-0 tap gegn Martigues á föstudag er liðið á leið niður í þriðju deildina í fyrsta sinn síðan 1984.