Chelsea, Arsenal og unnu sigra í ensku úrvalsdeildinni í dag en þrír leikir hófust klukkan 13:00.
Chelsea gerði vel og hafði betur gegn Fulham og fékk mjög mikilvæg stig í baráttu um Meistaradeildarsæti.
Pedro Neto var hetja Chelsea í dag en hann gerði sigurmark liðsins á 93. mínútu í sigrinum.
Arsenal er enn ekki búið að tapa titilbaráttunni við Liverpool tölfræðilega séð og vann Ipswich í dag – Arsenal var í stuði og skoraði fjögur mörk.
Leandro Trossard gerði tvö mörk gestaliðsins og þeir Gabriel Martinelli og Ethan Nwaneri komust einnig á blað.
Wolves gerði þá mjög góða heimsókn til Manchester og vann Manchester United 1-0 með marki Pablo Sarabia.