Xabi Alonso hefur tjáð sig vegna sögusagna sem eru í gangi um hans framtíð en hann er stjóri Bayer Leverkusen í Þýskalandi.
Alonso er sagður vera á leið til Real Madrid í sumar en hann lék þar á sínum tíma eftir komu frá Liverpool.
Carlo Ancelotti er að kveðja Real eftir tímabilið og er Alonso sagður líklegastur til að taka við spænska félaginu.
,,Þetta er ekki góður tími til að ræða framtíðina, við erum á mjög mikilvægum tímapunkti á tímabilinu,“ sagði Alonso.
,,Ég vil ekki tala um orðróma eða sögusagnir. Ég skil að það er í gangi en það sem skiptir máli fyrir mig er það sem er í gangi núna.“