Andre Onana er enn inni í myndinni hjá Manchester United og eru alls ekki allar líkur á því að hann verði seldur í sumar.
Þetta kemur fram í frétt Mirror sem greinir frá því að United sé aðallega að horfa í framherja, tvo miðjumenn, miðvörð og einn vængbakvörð í sumar.
Onana hefur verið mikið í umræðunni á tímabilinu en hann hefur gert sig sekan um afskaplega mörg mistök í vetur.
Talið var að United væri að skoða aðra markverði fyrir næsta tímabil en líkur eru á að Onana fái annað tækifæri næsta vetur.
Lið í Sádi Arabíu hafa verið orðuð við Onana sem var áður markvörður Inter Milan og Ajax.