Það er talað um fátt annað í pólskum fjölmiðlum þessa dagana en stuðningsmenn liðsins Legia sem vann Chelsea 2-1 á Stamford Bridge í vikunni.
Legia vann frábæran 2-1 útisigur á Englandi í Sambandsdeildinni en er þó úr leik eftir 3-0 tap í fyrri leiknum í 8-liða úrslitum.
Stuðningsmenn Legia hafa komist í fréttirnar fyrir sinn stuðning á leiknum en margir mættu með blys og flestir mættu berir að ofan.
Myndin hér fyrir ofan talar sínu máli en leikmenn fengu klapp frá sínum stuðningsmönnum eftir sigurinn og það skiljanlega.
Pólskir stuðningsmenn eru oft gríðarlega blóðheitir og í raun tóku yfir Stamford Bridge á fimmtudaginn.