Declan Rice, leikmaður Arsenal, hefur opnað sig með það hvað hann sagði við stórstjörnuna Kylian Mbappe í vikunni.
Arsenal spilaði við Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann 1-2 útisigur og fer áfram samanlagt 5-1.
Mbappe vildi fá vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum í gær eftir meint ‘brot’ Rice en Englendingurinn lét þann franska heyra það eftir að ekkert var dæmt.
,,Ég vissi að þetta væri ekki vítaspyrna, ég var með höndina á honum en það er eitthvað sem ég þarf að gera,“ sagði Rice.
,,Ég er hreinskilinn náungi og ég sagði við hann um leið að þetta væri ekki vítaspyrna, hann féll bara til jarðar.“
,,Að lokum náðum við að koma sigrinum í gegn og þetta er söguleg stund fyrir félagið.“