KR skoraði heil 11 mörk í dag er liðið mætti liði KÁ í Mjólkurbikar karla en fjórir leikir fóru fram.
Tveir 15 ára strákar komust á blað fyrir KR í leiknum en það voru þeir efnilegu Alexander Rafn Pálmason og Sigurður Breki Kárason.
Valur kláraði sitt verkefni gegn Grindavík þar sem Adam Ægir Pálsson skoraði í 3-1 sigri í sinni endurkomu.
Þór Akureyri sló ÍR út með 3-1 sigri og þá er FH einnig úr leik eftir 1-0 tap gegn Fram.