Manchester City ætti að skoða það að horfa til Liverpool í leit að eftirmanni Ederson sem er líklega að kveðja í sumar.
Ederson hefur reynst City vel í markinu undanfarin ár en meiðsli hafa haft töluverð áhrif á hann á þessu tímabili.
City þyrfti því að finna sér nýjan aðalmarkvörð og Íslandsvinurinn David James sem lék með Liverpool á sínum tíma telur að Kelleher sé góður arftaki hans – hann er varamarkvörður Liverpool í dag.
,,Jafnvel einhver eins og Caoimhin Kelleher gæti reynst góður eftirmaður Ederson ef Pep Guardiola ákveður að breyta til,“ sagði James.
,,Hjá Liverpool er hann að gera nánast allt sem Eddie er að gera hjá Manchester City, hann er svipað rólegur í markinu.“
,,Hann gerir ekki mistök og hefur unnið titla, hann veit hvernig á að ná árangri.“