Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþrótavikunni á 433.is.
Það vakti athygli á dögunum þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks töpuðu 4-2 fyrir Fram í Bestu deildinni, eftir að hafa komist 0-2 yfir.
Hrafnkell segir að leikmenn liðsins hafi ætlað að hanga á forystunni, eins og tókst gegn nýliðum Aftureldingar í fyrstu umferð.
„Þeir fóru í það að ætla að verja fenginn hlut í stöðunni 2-0, rétt eins og þeir gerðu á móti Aftureldingu. Ef Afturelding hefði meiri gæði hefðu þeir 100 prósent skorað eitt mark, ef ekki tvö,“ sagði hann og hélt áfram.
„Þeir detta niður, eru langt frá mönnum, tapa baráttunni og þetta var bara lélegt.“
Nánar í spilaranum.