Fjórum leikjum var að ljúka í ensku úrvalsdeildinni nú rétt í þessu en þrír af þeim fóru fram í London og einn í Liverpool.
Manchester City kom sá og sigraði gegn Everton á Goodison Park í bragðdaufum leik en þeir Nico O’Reilly og Mateo Kovacic gerðu mörkin í 2-0 sgiri.
Fjörugasti leikurinn var viðureign Brentford og Brighton þar sem Bryan Mbuemo gerði tvö fyrir heimaliðið sem vann 4-2 sigur.
Brighton var manni færri frá 62. mínutu og var staðan þá 3-1 en Joao Pedro fékk beint rautt fyrir olnbogaskot.
West Ham og Southampton gerðu 1-1 jafntefli og leik Crystal Palace og Bournemouth lauk með markalausu jafntefli.