Chelsea er að reyna að hafa betur gegn Arsenal í baráttunni um einn eftirsóttasta sóknarmann heims sem ber nafnið Viktor Gyokores.
Þetta kemur fram á A Bola í Portúgal en Gyokores spilar í Portúgal í dag og er á mála hjá Sporting Lisbon.
Allar líkur eru á því að Gyokores kveðji Sporting í sumar en hann er fáanlegur fyrir um 70 milljónir evra.
Samkvæmt A Bola er Arsenal í bílstjórasætinu þegar kemur að framherjanum en Chelsea gerir sér vonir um að krækja í kappann.
Gyokores er 26 ára gamall en hann hefur skorað 44 mörk í 45 leikjum fyrir lið sitt á þessu tímabili.